Rétt er að fara nokkrum orðum yfir þær upplýsingar sem þurfa að koma fram á skilagreinum sem skilað er til lífeyrissjóðsins.
Lífeyrissjóðsiðgjaldið
- 4,0% er dregið af heildarlaunum launþegans.
- 8,0% er mótframlag launagreiðandans en f.o.m. 1. júlí 2016 hækkar mótframlag launagreiðandans í 8,5% vegna þeirra sem eru aðilar að kjarasamningi ASÍ og SA frá 21. janúar 2016. F.o.m. 1. júlí 2017 hækkar mótframlag launagreiðandans í 10% vegna þeirra sem eru aðilar að kjarasamningi ASÍ og SA frá 21. janúar 2016. F.o.m. 1. júlí 2018 hækkar mótframlag launagreiðandans í 11,5% vegna þeirra sem eru aðilar að kjarasamningi ASÍ og SA frá 21. janúar 2016.
- Launagreiðandi skal standa skil á iðgjaldi til VIRK starfsendurhæfingarsjóðs með sama hætti og gildir um lífeyrisiðgjöld og af sama stofni. Iðgjaldið er 0,13% af heildarlaunum f.o.m. 1. september 2011 en lækkar tímabundið í 0,10% af heildarlaunum f.o.m. 1. janúar 2016.
- Félagsgjald er dregið af launþeganum
- Sjúkrasjóðs- orlofssjóðs- og starfsmenntasjóðsgjald greiðir launagreiðandinn. Starfsmenntasjóðsgjald getur verið mismunandi milli stéttarfélaga.
- Iðgjaldaskil vegna stéttarfélaga (pdf skjal)
Heiti sjóðs / kennitala: Festa lífeyrissjóður / kt.: 571171-0239
Banki:
- 0121 – 26 – 6666 Reykjanesbær
- 0152 – 26 – 9520 Selfoss
- 0552 – 26 – 200010 Akranes
Lífeyrisnúmer: 800
Lífeyrisnúmer séreignadeildar: 801
Gjalddagi: 10.dagur næsta mánaðar.
Eindagi: Síðasti virkur dagur þess mánaðar.
Hægt er að skila inn skilagreinum á rafrænu formi beint úr launakerfum, á skrifstofu sjóðsins á Selfossi, Akranesi eða í Reykjanesbæ, bönkum og sparisjóðum eða á heimasíðu sjóðsins.
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu sjóðsins í síma 420-2100 ef þörf er á nánari upplýsingum.