-
festa (at) festa (dot) is
- Sjóðfélagavefur
- Launagreiðendavefur
Úttekt séreignarsparnaðar
Heimilað er að nýju að taka tímabundið út ákveðinn hluta af séreignarsparnaði, en gripið var til sambærilegrar heimildar snemma í faraldrinum sem gilti út árið 2020. Til að mæta áhrifum faraldursins, sem hafa varað lengur en gert var ráð fyrir í fyrstu, var ákveðið að endurnýja heimildina.
Hægt verður að taka út séreignarsparnað til eigin nota út árið 2021 og eru sömu viðmið um fjárhæðir og tímabil og giltu á árinu 2020. Hámarksútgreiðsla er 12 m.kr. yfir 15 mánaða tímabil og útgreiðsla hvers mánaðar nemur að hámarki 800 þúsund krónum.
Þar er hægt að sækja um með tvennum hætti.
- Rafræn umsókn (krefst rafrænna skilríkja).
- PDF skjal. Fylla út og senda á netfangið sereign@festa.is.
Vakin er athygli á eftirfarandi:
- Rétthafa séreignarsparnaðar er heimilt á tímabilinu 12. maí 2021 til 1. janúar 2022 að sækja um útgreiðslu séreignarsparnaðar, sem myndast hefur af viðbótariðgjaldi.
- Hámarksúttekt fyrir einstakling verði 12 milljónir króna. Skal sú fjárhæð greiðast út með jöfnum mánaðarlegum greiðslum, að frádreginni staðgreiðslu, á 15 mánaða tímabili. Útgreiðslutími styttist hlutfallslega ef um lægri fjárhæð en 12 milljónir kr. er að ræða.
- Mánaðarleg greiðsla getur numið allt að 800 þúsund krónum á mánuði.
- Heimildin nær ekki til tilgreindrar séreignar.
- Ef rétthafi á séreignarsparnað hjá fleiri en einum vörsluaðila skal hann gera grein fyrir því í umsókn sinni.