Fréttir

Breyttar lánareglur sjóðfélagalána

31.01.2019

Stjórn Festu lífeyrissjóðs samþykkti á fundi sínum 30. janúar sl. breytingar á lánareglum vegna sjóðfélagalána. Reglurnar taka gildi 1. febrúar nk. Breytingar frá fyrri lánareglum felast annars vegar í breytingum á ákvæðum greinar 3.3 sem lýtur að mati á hvað teljast eigi tekjur umsækjanda við mat á greiðslumati, en þar segir nú eftir breytingu að við mat á tekjum skv. greiðslumati skuli eingöngu líta til launatekna og greiðslna frá lífeyrissjóðum.

Hins vegar felast breytingar frá fyrri lánareglum í breytingum á ákvæðum greinar 5.1 um veðtryggingu, sem lýtur annars vegar að veðrýmismörkum skv. fasteignamati sem lækkar úr 75% í 70%, og síðan að viðmiði um lágmarksfasteignamat eignar sem sett er fram sem trygging vegna lánveitingar, en það viðmið er hækkað í 5.000.000kr.

Lánareglur sjóðsins má finna á heimasíðunni.