Fréttir

Breyttar lánareglur sjóðfélagalána

13.03.2019

Í lögum um fasteignalán til neytenda er m.a. kveðið á um að lánveitanda sé aðeins heimilt að krefja neytanda um gjald í samningi um fasteignalán, lántökugjald, sem byggir á hlutlægum grunni vegna kostnaðar sem lánveitandi hefur orðið fyrir og tengist fasteignaláninu beint. Stjórn Festu lífeyrissjóðs samþykkti á fundi sínum 27. febrúar sl. breytingar á lánareglum vegna sjóðfélagalána f.o.m.1. apríl nk. Breytingar frá fyrri lánareglum felast í endurskoðun á ákvæðum greinar 6.1 sem lýtur að gjaldtöku vegna veitingar sjóðfélagalána, þ.e.a.s. lántökugjaldi. Vegna aukins kostnaðar sem lífeyrissjóðurinn hefur orðið fyrir beint og tengist beint veitingu sjóðfélagalána, samþykkti stjórn hækkun lántökugjalds úr 35.000kr í 47.000kr. f.o.m.1. apríl nk. eins og áður sagði. Lántökugjald vegna sjóðfélagalána hjá Festu lífeyrissjóði er eftir sem áður með því lægsta sem gerist meðal lífeyrissjóða.

Engin uppgreiðsluþóknun er tekin af sjóðfélagalánum.