Fréttir

Breyttar lánareglur sjóðfélagalána

27.02.2020

Stjórn Festu lífeyrissjóðs samþykkti á fundi sínum 26. febrúar sl. breytingu á lánareglum vegna sjóðfélagalána. Tekur breytingin gildi 1. mars nk. og felst í nýju ákvæði greinar 5.1 er lýtur að hámarki veðsetningarhlutfalls við lánveitingu þegar stuðst er við nýjan kaupsamning, en þá getur veðsetningarhlutfall ekki farið umfram 70% af söluverði fasteignar.

Lánareglur sjóðsins má finna á heimasíðunni.