Fréttir

Dagskrá ársfundar Festu lífeyrissjóðs

02.05.2019

Ársfundur Festu lífeyrissjóðs verður haldinn þriðjudaginn 14. maí nk. kl. 18 á Grand Hótel Reykjavík.
 
Dagskrá fundarins:
 
1. Fundur settur og kosning starfsmanna fundarins
2. Fundargerð síðasta ársfundar
3. Skýrsla stjórnar
4. Kynning á ársreikningi 2018
5. Kynning á tryggingafræðilegri úttekt
6. Kynning á fjárfestingarstefnu sjóðsins
7. Gerð grein fyrir hluthafastefnu sjóðsins
8. Starfskjarastefna til staðfestingar
9. Kosning stjórnar og varamanna
10. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins
11. Kosning fjögurra nefndarmanna í nefnd um laun stjórnarmanna
12. Ákvörðun launa stjórnarmanna
13. Kosning endurskoðanda
14. Önnur mál
 
Á fundinum verður farið ítarlega yfir rekstur og ávöxtun Festu á árinu 2018. Kynningin byggir á ársskýrslu sjóðsins sem nú liggur fyrir.