Fréttir

Fréttir af fulltrúaráðsfundi sjóðsins

08.12.2020

Haustfundur fulltrúaráðs Festu lífeyrissjóðs fór fram miðvikudaginn 25. nóvember sl. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu fór fundurinn fram í gegnum fjarfundabúnað og var þátttaka fulltrúa góð. 

Á fundinum fór Gylfi Jónasson framkvæmdastjóri sjóðsins yfir þróun mála hjá sjóðnum það sem af er ári, ásamt því að kynna lykiltölur úr afkomu sjóðsins á fyrstu níu mánuðum ársins.

Gylfi fór einnig yfir framvindu og fylgni við fjárfestingarstefnu sjóðsins á árinu auk þess að kynna fjárfestingarstefnu fyrir árið 2021.

Vigfús Ásgeirsson tryggingastærðfræðingur sjóðsins fór yfir þróun sem átt hefur sér stað varðandi auknar lífslíkur íslendinga og möguleg viðbrögð lífeyrissjóða vegna þess.

Gylfi og Vigfús svöruðu fyrirspurnum fulltrúa um málefni sjóðsins.

Fundurinn fór vel fram, umræður og fyrirspurnir málefnanlegar og er fulltrúaráði þökkuð góð þátttaka á fundinum.