Fréttir

Opnað að nýju fyrir heimsóknir

04.06.2020

Skrifstofur Festu lífeyrissjóðs hafa opnað að nýju eftir að hafa verið lokaðar vegna COVID-19.

Eru sjóðfélagar þó hvattir til að nýta sér rafrænar lausnir, m.a. til að koma gögnum til skila til sjóðsins. Þrátt fyrir að skrifstofur sjóðsins hafi verið lokaðar undanfarnar vikur fyrir heimsóknir viðskiptavina, vegna COVID-19, hefur gengið vel að leysa mál sjóðfélaga, launagreiðenda og annarra viðskiptavina með rafrænum lausnum sjóðsins, sem og í símtölum og tölvupóstum.

Áfram er þó nauðsynlegt að gæta að fjöldatakmörkunum og tveggja metra reglunni.

Á heimasíðu sjóðsins má nálgast flestar upplýsingar um lífeyrisréttindi og lán.

Skrifstofur lífeyrissjóðsins á Akranesi og í Reykjanesbæ eru opnar er frá kl. 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga en á föstudögum frá kl. 09:00 til 15:00. Skrifstofa lífeyrissjóðsins á Selfossi er opin frá kl. 09:00 til 13:00 mánudaga til fimmtudaga en á föstudögum frá kl. 09:00 til 12:00.

Hægt er að senda almennar fyrirspurnir á netfangið festa@festa.is.