Fréttir

Tilkynning um lokun fyrir heimsóknir á skrifstofur Festu lífeyrissjóðs vegna COVID-19

16.03.2020

Tilkynning um lokun fyrir heimsóknir á skrifstofur Festu lífeyrissjóðs vegna COVID-19

Skrifstofur Festu lífeyrissjóðs verða lokaðar frá og með mánudeginum 16. mars, en starfsfólk mun áfram sinna verkefnum sínum og þjónustu við sjóðfélaga. Ákvörðun um þetta var tekin eftir að tilkynnt var um samkomubann vegna COVID-19 sem taka mun gildi 16. mars. Áður hafði embætti ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnarlækni og embætti landlæknis lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna útbreiðslu veirunnar. Starfsemi lífeyrissjóðsins er þó skipulögð með þeim hætti að sem minnst röskun verði á þjónustu við sjóðfélaga og aðra viðskiptavini.

Á meðan á lokuninni stendur hvetur Festa lífeyrissjóður sjóðfélaga til að nýta rafræna þjónustu og leita upplýsinga í síma.festu. Ef þú þarft að skila af þér gögnum, vinsamlegast notið póstkassa sjóðsins á 1. hæð.

Á vef sjóðsins (www.festa.is) eru ítarlegar upplýsingar um lánamál, lífeyrisréttindi og annað er varðar hagsmuni sjóðfélaga.

Hægt er að nálgast flestar upplýsingar um lífeyrisréttindi og lán á Sjóðfélagavef Festu. Launagreiðendur geta sótt flestar upplýsingar á Launagreiðendavef Festu.

Lánsumsókn og fylgigögn er hægt að senda með tölvupósti á netfangið lan@festa.is

Hægt er að senda fyrirspurnir í tölvupósti á festa@festa.is.

Símaþjónusta er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9:00 til 16:00 og föstudaga frá kl. 9:00 til 15:00 í síma 420-2100.