Af hverju að greiða í séreignarsparnað?
Séreignarsparnaður er bein launahækkun þar sem launagreiðanda ber að greiða kjarasamningsbundið mótframlag til viðbótar við framlag launamanns í séreignarsjóð.
Vegna ákvæða laga um frestun skattlagningar er heimilt að greiða allt að 4% af heildarlaunum sem iðgjald í séreignarsjóð til viðbótar við skyldubundið 4% iðgjald í lífeyrissjóð.
Kostir séreignarsparnaðar eru ótvíræðir:
- Skattalegt hagræði myndast þar sem iðgjald er ekki skattlagt við innborgun.
- Fjármagnstekjuskattur er ekki greiddur.
- Ráðstöfun séreignar inn á lán eða til íbúðakaupa.
- Séreign skerðir hvorki barna- né vaxtabætur.
- Sparnaðurinn er séreign sem erfist.
- Úttekt getur hafist við 60 ára aldur.
- Þægilegt sparnaðarform þar sem launagreiðandi sér um að greiða sparnaðinn til séreignarsjóðs.
- Meira ráðstöfunarfé á eftirlaunaárum.
Mótframlag launagreiðanda, ásamt skattfrestun við innborgun gerir það að verkum að séreignarsparnaður er mjög góður kostur.