Fréttir

Afkoma Festu lífeyrissjóðs afar góð á fyrri helmingi 2020

29.09.2020

Stjórn Festu hefur samþykkt árshlutauppgjör sjóðsins miðað við 30. júní 2020. Ávöxtun eigna sjóðsins var afar góð á tímabilinu sbr. neðangreint yfirlit fyrir allar deildir.

Starfsemi séreignardeildar 1 hófst árið 2018, því liggur ekki fyrir 5 ára meðaltal ávöxtunar. Hrein eign sjóðsins í júnílok 2020 nam 190 milljörðum og hækkaði um 13,4 milljarða frá áramótum, eða um 7,6%.

Rúmlega 16 þúsund sjóðfélagar greiddu iðgjöld til sjóðsins á fyrri helmingi ársins hjá rúmlega 2 þúsund launagreiðendum. Iðgjöld námu  rúmlega 4,9 milljörðum króna,  sem nemur 0,8% aukningu frá sama tímabili árið áður.

Lífeyrisþegar voru tæplega 10 þúsund og námu lífeyrisgreiðslur tæplega 2,3 milljörðum króna, sem nemur 11% aukningu frá sama tímabili árið áður.

Af fjárfestingum sjóðsins nema hlutabréf og framtaksfjárfestingar um 52,2%, en skuldabréf og innlán um 47,8%.