Fréttir

Ársuppgjör Festu lífeyrissjóðs 2021

30.03.2022

Stjórn Festu lífeyrissjóðs hefur samþykkt ársreikning sjóðsins fyrir árið 2021. Til upplýsinga fyrir sjóðfélaga verða hér birtar helstu niðurstöðutölur ársreikningsins. Ársreikningurinn mun verða birtur í heild sinni á heimasíðu sjóðsins í aðdraganda ársfundar sjóðsins sem fyrirhugað er að halda 19. maí nk.

Sjóðfélagar sem greiddu iðgjöld á árinu 2021 voru samtals 17.962. Fjöldi sjóðfélaga með réttindi í árslok 2021 var 103.181. Launagreiðendur voru 2.726.

Iðgjöld til sjóðsins námu tæplega 11,3 milljörðum króna og hækkuðu um 5% frá árinu 2020.

Lífeyrisgreiðslur á árinu námu tæplega 5,3 milljörðum króna og hækkuðu um 11,7% frá fyrra ári. Heildarfjöldi lífeyrisþega var 11.148.

Heildareignir sjóðsins í árslok 2021 voru samtals tæplega 247,5 milljarðar króna, hækkuðu um 19,8% frá fyrra ári eða tæplega 41 milljarð króna. Eign samtryggingardeildar var 246,3 milljarðar króna og séreignardeildar 1,2 milljarðar króna.

Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar sjóðsins var 16,4%, hrein raunávöxtun var 11%.

Hrein eign séreignardeilda í árslok 2021 var 1.189 milljónir króna og hafði hækkað um 267 milljónir króna frá fyrra ári. Hrein nafnávöxtun sparnaðarleiðar 1, var 3,4%, hrein  raunávöxtun var -1,4%. Hrein nafnávöxtun sparnaðarleiðar 2, var 14,4%, hrein raunávöxtun var 9,1%

Tryggingafræðileg staða samtryggingardeildar var þannig að skuldbindingar voru 2,6% umfram eignir sjóðsins í árslok 2021.

Eins og áður sagði er fyrirhugað að halda ársfund sjóðsins 19. maí nk. Dagskrá fundarins verður auglýst á heimasíðu sjóðsins og í dagblöðum.