-
festa (at) festa (dot) is
- Sjóðfélagavefur
- Launagreiðendavefur
Breyting á lánareglum sjóðfélagalána
30.11.2021
Stjórn Festu lífeyrissjóðs samþykkti á fundi sínum 30. nóvember 2021 breytingar á tveimur greinum í lánareglum vegna sjóðfélagalána.
- Í grein 3.1. var samþykkt tillaga um að hámarksupphæð láns til sjóðfélaga yrði hækkað í 60.000.000kr. (var 30.000.000kr.).
- Í grein 3.3. kom inn nýtt ákvæði til að uppfylla ákvæði reglna Seðlabanka Íslands Fjármálaeftirliti (FME) nr.1077/2021 um hámark greiðslubyrðar fasteignalána. Samkvæmt þeim reglum skal hámark mánaðarlegrar greiðslubyrðar fasteignalána vera 35% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum neytenda þegar fasteignalán er veitt. Hámarkið skal þó vera 40% þegar um er að ræða fjármögnun kaupa á fyrstu fasteign, sbr. þó reikniregla sem fram kemur í framangreindum reglum FME.
Hinar nýju lánareglur taka gildi 1. desember 2021.
Lánareglur sjóðsins má finna á heimasíðunni.