Fréttir

Breytingar á samþykktum sjóðsins

02.01.2023

Nú um áramótin tóku gildi breytingar á samþykktum Festu lífeyrissjóðs sem hlotið höfðu staðfestingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins þann 14. desember s.l. Unnið hefur verið að innleiðingu þeirra breytinga innan sjóðsins. Snúa breytingarnar að nokkrum þáttum. Helsta breytingin er að lífeyrisgreiðslur hækka á nýju ári og geta lífeyrisþegar búist við hærri greiðslum frá og með mánaðamótum janúar/febrúar. Hækkunin nemur 6,8% hjá ellilífeyrisþegum sem náð hafa 67 ára aldri sem og maka- og örorkulífeyrisþegum.

Sjóðfélagar geta kynnt sér nýjar samþykktir Festu lífeyrissjóðs á heimasíðu sjóðsins.