Breytingar verða á lögum um lífeyrissjóði um nk. áramót
20.09.2022
Þann 15. júní sl. samþykkti Alþingi breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997. Meðal breytinga sem taka gildi 1. janúar 2023, og varða sjóðfélaga beint, er að lágmarksiðgjald af launum í lífeyrissjóð hækkar. Þá mun breytingin einnig hafa áhrif á meðferð tilgreindrar séreignar.
Meðal breytinga sem taka gildi 1. janúar 2023 eru:
- Lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð hækkar úr 12% í 15,5%.
- Sjóðfélögum býðst að ráðstafa allt að 3,5% af launum til sk. tilgreindrar séreignar. Tilgreind séreign er með þrengri útborgunarheimildir en hefðbundinn séreignarsparnaður.
- Séreign af lágmarksiðgjaldi verður ekki lengur undanþegin skerðingu greiðslna frá TR eða þátttöku í dvalarkostnaði á stofnun fyrir aldraða og fleira.
- Sjóðfélögum sem eiga tilgreinda séreign verður gert heimilt að ráðstafa henni skattfrjálst við kaup á fyrsta íbúðarhúsnæði til viðbótar við gildandi úrræði um ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar.