Fréttir

Breytt vaxtaviðmið sjóðfélagalána

15.11.2022

Það er mat stjórnar Festu lífeyrissjóðs að verðtryggður skuldabréfaflokkur Íbúðalánasjóðs HFF 150644 sé ekki lengur nothæfur sem viðmið fyrir útreikning  breytilegra vaxta verðtryggðra sjóðfélagalána. Hefur stjórn sjóðsins, vegna þessa, samþykkt breytingu á grein 2.1.2. í lánareglum sjóðsins og samþykkt að viðmið við útreikning breytilegra vaxta sjóðfélagalána verði þess í stað meðaltal ávöxtunarkröfu verðtryggðra ríkisbréfa RIKS37 0115. Einnig samþykkti stjórn sjóðsins, í ljósi afar lítilla vanskila sjóðfélagalána, að svigrúm sé til lækkunar á álagi ofan á gildandi viðmið fyrir útreikning breytilegra vaxta sjóðfélagalána úr 0,8% í 0,7%. Breytilegir vextir skv. framansögðu taka næst breytingum 1. janúar 2023, sbr. lánareglur sjóðsins, og hækka breytilegir vextir verðtryggðra sjóðfélagalána úr 1,72% í 2,08% frá þeim tíma. Ef ekki hefði komið til breytinga á vaxtaviðmiði og álagi hefðu breytilegir vextir sjóðfélagalána hækkað í 2,7%, í stað 2,08%, 1. janúar 2023.