Fréttir

Breyttar lánareglur sjóðfélagalána

27.08.2020

Stjórn Festu lífeyrissjóðs samþykkti á fundi sínum 26. ágúst sl. breytingu á lánareglum vegna sjóðfélagalána. Tekur breytingin gildi 1. september nk. og felst í nýju ákvæði greinar 5.1 er lýtur því að sjóðnum er ávallt heimilt að miða veðsetningu við verðmat samkvæmt mati löggilts fasteignasala eða annars sérfróðs aðila sem lífeyrissjóðurinn tilnefnir. Þá getur sjóðurinn lagt mat á forsendur verðmats og lækkað það í varúðarskyni. 

Lánareglur sjóðsins má finna á heimasíðunni.