Fréttir

Hægt að greiða séreign áfram inn á lán

05.07.2021

Undanfarin ár hafa stjórnvöld veitt heimild til að greiða séreignarsparnað skattfrjálst inn á húsnæðislán. Heimild til þess átti að renna út nú í júní 2021, en nýlega var ákveðið að framlengja heimildina til 2023. Þeir sem þegar eru að nýta sér úrræðið ættu að hafa fengið tölvupóst frá ríkisskattstjóra þar sem vakin er athygli á málinu.  Sækja þarf um að séreign sé greidd inn á húsnæðislán á vefnum leidretting.is.