Niðurstaða ársfundar 2023
05.05.2023
Ársfundur Festu lífeyrissjóðs var haldinn 4. maí sl. á Grand Hótel Reykjavík. Á fundinum var m.a. kynnt ársskýrsla sjóðsins sem og ársreikningur fyrir árið 2022. Þar kom m.a. fram að sjóðfélagar sem greiddu iðgjöld á árinu voru samtals 19.234. Iðgjöld til sjóðsins námu tæplega 13,3 milljörðum króna og hækkuðu um 19,9% frá árinu 2021. Lífeyrisgreiðslur á árinu námu tæplega 5,9 milljörðum króna og hækkuðu um 14,0% frá fyrra ári. Heildarfjöldi lífeyrisþega var 11.738.
Heildareignir sjóðsins í árslok 2022 voru samtals rúmlega 251,9 milljarðar króna, hækkuðu um 1,81% frá fyrra ári eða tæplega 4,5 milljarð króna. Eign samtryggingardeildar var rúmlega 250,8 milljarðar og séreignardeildar um 1,2 milljarðar króna. Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar sjóðsins var -1,41%, hrein raunávöxtun var -9,83%. Hrein nafnávöxtun séreignardeildar sjóðsins, sparnaðarleiðar 1 var -5,14%, hrein raunávöxtun var -13,24%. Hrein nafnávöxtun séreignardeildar sjóðsins, sparnaðarleiðar 2, var -12,14%, hrein raunávöxtun var -19,65%. Tryggingafræðileg staða var þannig að skuldbindingar sjóðsins voru 4,6% umfram eignir sjóðsins í árslok 2022. Fyrir þá sem vilja kynna sér nánar niðurstöðu úr rekstri sjóðsins á árinu 2022 má finna ársreikning hans í heild sinni hér á heimasíðunni.
Á fundinum voru lagðar fram tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins og voru þær samþykktar. Breytingar á samþykktum sjóðsins öðlast gildi eftir að hafa hlotið staðfestingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Hægt er að kynna sér breytingarnar á samþykktum sjóðsins hér.
Hér má sjá ársskýrslu 2022.
Stjórnarkjör
Eftir fundinn er stjórn Festu lífeyrissjóðs þannig skipuð:
Fulltrúar aðildarsamtaka launamanna:
- Eyrún Jana Sigurðardóttir – aðalmaður
- Silja Eyrún Steingrímsdóttir - aðalmaður
- Þór Hreinsson – aðalmaður
- Anna Ágústa Halldórsdóttir – Varamaður
Fulltrúar samtaka atvinnulífsins:
- Kristín Magnúsdóttir – aðalmaður
- Sigurður Ólafsson - aðalmaður
- Örvar Ólafsson - aðalmaður
- Einar Steinþórsson - varamaður
Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar sem haldinn var í kjölfar ársfundar, skipti stjórn þannig með sér verkum að Kristín Magnúsdóttir, fulltrúi samtaka atvinnulífsins, var kosinn formaður og Eyrún Jana Sigurðardóttir, fulltrúi aðildarsamtaka launamanna, var kosinn varaformaður.
PricewaterhouseCoopers ehf. ytri endurskoðandi sjóðsins
Samþykkt var tillaga stjórnar um að endurskoðunarskrifstofa PricewaterhouseCoopers ehf. yrði ytri endurskoðandi sjóðsins fyrir árið 2023.