Fréttir

Nýjar samþykktir staðfestar

17.02.2021

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur staðfest með bréfi til Festu lífeyrissjóðs, dags. 10. febrúar 2021, breytingar á samþykktum sjóðsins sem samþykktar voru á ársfundi sjóðsins 28. maí 2020. Breyting samþykktanna er í samræmi við tillögu tryggingastærðfræðings Festu lífeyrissjóðs og er við síðustu málsgrein greinar 9.12, þ.e. að 3,6% framlagið til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða í a og b lið greinarinnar verði hækkað í 4,6%. Samþykktirnar má sjá á heimasíðu Festu lífeyrissjóðs.