Fréttir

Nýjar samþykktir staðfestar

02.11.2021

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur staðfest með bréfi til Festu lífeyrissjóðs, dags. 29. október 2021, breytingar á samþykktum sjóðsins sem samþykktar voru á ársfundi sjóðsins 26. maí 2021. Megin breytingarnar lúta að iðgjöldum sem berast sjóðnum vegna þeirra sem eru yngri en 16 ára eða eldri en 70 ára. Samkvæmt nýju samþykktunum skulu þau iðgjöld lögð inn í séreignardeild sjóðsins í nafni sjóðfélaga í þá fjárfestingarleið sem ber minnstu áhættu hjá sjóðnum á hverjum tíma, nema sjóðfélagi ákveði annað. Skal þá leggja inn bæði iðgjald sjóðfélaga og mótframlag launagreiðanda.  Jafnframt var gerð sú breyting á samþykktunum að aðild að lífeyrissjóðnum er ekki bundin við við þá sem náð hafa 16 ára aldri.

Samþykktirnar má sjá á heimasíðu Festu lífeyrissjóðs.