Fréttir

Sjóðfélagayfirlit hafa verið send út.

03.05.2023

Sjóðfélagayfirlit munu á næstunni berast öllum greiðandi sjóðfélögum. Við hvetjum sjóðfélaga til að bera saman iðgjaldagreiðslur á sjóðfélagayfirliti við greidd iðgjöld samkvæmt launaseðlum. Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar Ábyrgðarsjóðs launa við gjaldþrot skulu launþegar, innan 60 daga frá dagsetningu yfirlitsins, ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til lífeyrissjóðsins. Ef upplýsingar um iðgjöld vantar á yfirlitið er mikilvægt að launþegi tilkynni það til lífeyrissjóðsins, með framlagningu launaseðla innan 60 daga frá dagsetningu yfirlitsins. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er lífeyrissjóðurinn einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd.