Fréttir

Skrifstofur Festu opna að nýju

28.05.2021

Tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum gera okkur kleift að opna skrifstofu sjóðsins á ný frá og með 31. maí. Við hvetjum engu að síður þá viðskiptavini sem hafa á því möguleika, að nýta sér rafrænar lausnir sjóðsins. Vegna tveggja metra reglu þarf sjóðurinn að setja skorður á hversu mörgum er sinnt í einu og því eru sjóðfélagar og aðrir viðskiptavinir hvattir til að hafa samband við sjóðinn fyrir fram og bóka viðtalstíma. Hægt er að gera það í gegnum netfangið festa@festa.is eða í síma 420-2100.

Til að fylgja grunnreglum sóttvarna vegna COVID-19 þurfa viðskiptavinir að:

  • Virða tveggja metra fjarlægðarmörkin
  • Bera grímu við heimsókn á skrifstofuna