Fréttir

Tilkynning um lokun fyrir heimsóknir á skrifstofur Festu lífeyrissjóðs vegna COVID-19

26.07.2021

Lokað hefur verið fyrir heimsóknir á skrifstofur Festu lífeyrissjóðs vegna útbreiðslu Covid-19 en starfsfólk sinnir áfram verkefnum sínum og þjónustu við sjóðfélaga. Starfsemi lífeyrissjóðsins er skipulögð með þeim hætti að sem minnst röskun verði á þjónustu við sjóðfélaga og aðra viðskiptavini.
 
Á meðan á lokuninni stendur hvetur Festa lífeyrissjóður sjóðfélaga til að nýta rafræna þjónustu og leita upplýsinga í síma. Ef skila þarf gögnum til sjóðsins eru viðskiptavinir vinsamlegast beðnir um að nota póstkassa sjóðsins á 1. hæð.
 
Á vef sjóðsins (www.festa.is) eru ítarlegar upplýsingar um lánamál, lífeyrisréttindi og annað er varðar hagsmuni sjóðfélaga.
 
Hægt er að nálgast flestar upplýsingar um lífeyrisréttindi og lán á Sjóðfélagavef Festu. Launagreiðendur geta sótt flestar upplýsingar á Launagreiðendavef Festu.
 
Lánsumsókn og fylgigögn er hægt að senda með tölvupósti á netfangið lan@festa.is
 
Hægt er að senda fyrirspurnir í tölvupósti á festa@festa.is.
 
Símaþjónusta er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9:00 til 16:00 og föstudaga frá kl. 9:00 til 15:00 í síma 420-2100.