Fréttir

Umsóknarfrestur um útgreiðslu séreignarsparnaðar vegna Covid-19 rennur út nú um áramótin

14.12.2020

Vakin er athygli á að frestur til að sækja um sérstaka útgreiðslu séreignarsparnaðar vegna Covid-19 er til 31. desember 2020.

Heimildin byggir á samþykki Alþingis frá því fyrr á árinu en hún var hluti af úrræðum sem gripið var til vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Nánari upplýsingar um sérstaka útgreiðslu séreignarsparnaðar vegna Covid-19 má finna á heimasíðu sjóðsins undir tenglinum „Úrræði vegna Covid-19“.