Fréttir

Uppfærður sjóðfélagavefur Festu lífeyrissjóðs

24.03.2023

Búið er að uppfæra sjóðfélagavef sjóðsins og hefur viðmót hans og útlit verið bætt verulega. Tengill á sjóðfélagavefinn er á forsíðu festa.is og skrá sjóðfélagar sig inn á hann með rafrænu auðkenni. Á sjóðfélagavefnum er hægt að kanna lífeyrisréttindi og væntar lífeyrisgreiðslur fyrir mismunandi tímabil starfsloka, bæði fyrir lífeyri úr samtryggingardeild og séreignardeild. Hægt er að kanna lánamöguleika og reikna greiðslubyrði lána miðað við mismunandi forsendur. Vakin er athygli á því að öll sjóðfélagayfirlit eru jafnframt birt á sjóðfélagavefnum undir skjöl.