Fréttir

Upplýsingar varðandi lánamál

23.03.2020

Festa lífeyrissjóður mun leitast við að koma til móts við þá sem tekið hafa lán hjá sjóðnum og sjá fram á erfiðleika við að standa í skilum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Sjóðurinn mun veita svigrúm eftir því sem lög og reglur heimila. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar þ.a.l. verða birtar á heimasíðu sjóðsins á næstu dögum.

 

Sjóðfélagar eru beðnir um að sýna því skilning að afgreiðsla mála hjá lánadeild sjóðsins tekur lengri tíma en venjulega vegna mikils álags.