Lán

Vextir sjóðfélagalána
Frá 1. júní 2017
Breytilegir vextir: 3,42%
Fastir vextir: 3,7%
Sjá nánar lánareglur sjóðsins

Hluti af starfsemi Festu lífeyrissjóðs eru lánveitingar til sjóðfélaga. Lánareglur sjóðsins eru kynntar á heimasíðunni og einnig er hægt að reikna út kostnað og afborganir lána.  Aðeins er lánað gegn fasteignaveði.  Veðsetningarhlutföll skulu aldrei vera hærri en 75% af fasteignamati viðkomandi eignar eða 75% af markaðsvirði, hvort sem lægra er. Lánin eru verðtryggð og miðað við vísitölu neysluverðs. Sjá nánar lánareglur sjóðsins. 

Umsækjandi þarf að vera sjóðfélagi í Festu lífeyrissjóð og hafa greitt til sjóðsins síðustu 6 mánuði. Umsóknir eru teknar til afgreiðslu þegar þær berast.