Lán

Vextir sjóðfélagalána
Frá 1. september 2024
Breytilegir vextir: 3,04%
Fastir vextir: 3,60%
Sjá nánar lánareglur sjóðsins

Hluti af starfsemi Festu lífeyrissjóðs eru lánveitingar til sjóðfélaga. Lánareglur sjóðsins eru kynntar á heimasíðunni og einnig er hægt að reikna út kostnað og afborganir lána. Aðeins er lánað gegn fasteignaveði. Áhvílandi uppreiknaðar veðskuldir, að viðbættu láni sjóðsins, mega við lánveitingu ekki vera umfram 70% af fasteignamati eða söluverði fasteignar samkvæmt nýjum kaupsamningi (ekki eldri en þriggja mánaða frá því lánsumsókn berst sjóðnum). Heildarveðsetning getur þó aldrei verið umfram 85% af brunabótamati þeirrar eignar sem veðsetja á. Lánin eru verðtryggð og miðað við vísitölu neysluverðs. Sjá nánar lánareglur sjóðsins.

Umsækjandi þarf að vera sjóðfélagi í Festu lífeyrissjóð og hafa greitt til sjóðsins síðustu 6 mánuði. Umsóknir eru teknar til afgreiðslu þegar þær berast ásamt öllum nauðsynlegum fylgigögnum.

Vakin er athygli á að samkvæmt reglugerð Seðlabanka Íslands nr. 216/2024 um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda skal greiðslubyrði fasteignalána að hámarki vera 35% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum neytenda þegar fasteignalán eru veitt. Sjá nánari umfjöllun í lánareglum sjóðsins undir grein 3.3.