
Lífið eftir starfslok
Hlutverk Festu lífeyrissjóðs er að tryggja sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins.
Sjóðurinn tryggir sjóðfélögum sínum lífeyri til æviloka, örorkulífeyri vegna skertrar starfsgetu og makalífeyri vegna andláts maka auk barnalífeyris.
Upphæð lífeyris fer eftir iðgjaldagreiðslum í sjóðinn. Lífeyrisgreiðslur eru verðtryggðar í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs. Lífeyrir er greiddur eftir á, síðasta virka dag hvers mánaðar.
