Tilgreind séreign

Val um ráðstöfun viðbótariðgjalds 

Iðgjald launagreiðenda í lífeyrissjóði fólks á almennum vinnumarkaði hækkar um 1,5% 1. júlí 2018. Mótframlagið verður þá 11,5% en iðgjald launþega verður óbreytt áfram 4% (samtals 15,5% lágmarksiðgjald). Er þetta í samræmi við ákvæði kjarasamninga ASÍ og SA frá 21. janúar 2016. Samhliða gefst sjóðfélögum sem þess óska, tækifæri til að ráðstafa að öllu leyti eða hluta því iðgjaldi sem er umfram 12% í tilgreinda séreign sem svo er nefnd. Það er önnur tegund séreignarsparnaðar en áður hefur boðist.

Upplýst samþykki

Til að setja hluta af lágmarksiðgjaldi í tilgreinda séreign, þarf sjóðfélagi að veita Festu lífeyrissjóði upplýst samþykki sitt. Hér á síðunni má finna tengil á rafræna umsókn.  Þar er hægt að  að sækja  um að það iðgjald sem er umfram 12%, verði ráðstafað að hluta eða öllu leiti í tilgreinda séreign. Til að nýta þennan möguleika, þarf viðkomandi að vera með rafræn  skilríki.

Hafi sjóðfélagi ekki orðið sér út um rafræn skilríki, má finna eyðublað hér á síðunni sem er tilkynning sjóðfélaga varðandi ráðstöfun iðgjalds í tilgreinda séreign. Nauðsynlegt er að prenta út tilkynninguna, fylla hana út og senda lífeyrissjóðnum frumrit hennar, til að veita upplýst samþykki sitt fyrir ráðstöfun  tilgreindrar séreignar.

  • Allt viðbótariðgjaldið fer í samtryggingardeild nema sjóðfélagi óski eftir að því verði ráðstafað í tilgreinda séreign.
  • Iðgjaldið greiðist til þess samtryggingarsjóðs sem sjóðfélagi á aðild að.
  • Mikilvægt er að sjóðfélagar geri sér grein fyrir að réttindi í samtryggingardeild geta falið í sér verðmæt tryggingaréttindi.
  • Með ráðstöfun iðgjalds í tilgreinda séreign ávinnst ekki, hvað þau iðgjöld snertir, réttur til ævilangs ellilífeyris, né örorku- og makalífeyris með framreikningi heldur byggir sjóðfélagi upp sjóð sem er séreign viðkomandi.
  • Sjóðfélagi þarf að taka upplýsta ákvörðun um ráðstöfun iðgjalds og tilkynna sínum  lífeyrissjóði um ráðstöfun iðgjaldsins.
  • Sjóðfélagi má hvenær sem er breyta því hvernig hann ráðstafar iðgjaldi umfram 12%.
  • Festa býður upp á tvær sparnaðarleiðir í tilgreindri séreign. Sparnaðarleið 1: Varfærin sparnaðarleið ríkisskuldabréfa og innlána fyrir eldri og/eða áhættufælna sjóðfélaga. Sparnaðarleið 2: Vel dreift eignasafn innlána, skuldabréfa, innlendra og erlendra hlutabréfa. Sjá nánar um fjárfestingarstefnu.
  • Hægt verður að byrja að taka út tilgreindan séreignarsparnað fimm árum fyrir hefðbundinn lífeyristökualdur (þ.e. frá 62 ára aldri), en ekki við 60 ára aldur eins og gildir um annan séreignarsparnað.
  • Tilgreindan séreignarsparnað verður ekki unnt að nota til að safna skattfrjálst til húsnæðiskaupa eða til að greiða skattfrjálst niður húsnæðislán.
  • Tilgreind séreign erfist.

Hér að neðan er eyðublað sem sjóðfélagi þarf að fylla út vilji hann ráðstafa iðgjaldi umfram 12% í tilgreinda séreign. Það er hægt að gera með rafrænum hætti með rafrænni undirskrift eða með því að fylla út eyðublaðið, prenta út, undirrita og senda lífeyrissjóðnum frumrit þess. Í eyðublaðinu er að finna ítarlegar upplýsingar um tilgreindu séreignina og hvaða þættir það eru sem sjóðfélagi þarf að líta til áður en hann tekur ákvörðun um hvernig hann vill ráðstafa iðgjaldinu.

Sjóðfélaga er heimilt að ráðstafa því iðgjaldi sem hann velur að renni í tilgreinda séreign, að hluta eða öllu leiti, til annars vörsluaðila lífeyrissparnaðar. Hér á síðunni má finna eyðublað sem er tilkynning sjóðfélaga varðandi ráðstöfun iðgjalds til annars vörsluaðila lífeyrissparnaðar.

Allar frekari upplýsingar veitir starfsfólk Festu lífeyrissjóðs í síma 420-2100. Jafnframt er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið festa@festa.is.

 

Rafrænt eyðublað

Ráðstöfun á iðgjaldi í tilgreinda séreign með rafrænum skilríkjum.

Ef þú hefur ekki rafræn skilríki getur þú fyllt út eyðublaðið hér að neðan:

 

Eyðublað til útprentunar

Ráðstöfun á iðgjaldi í tilgreinda séreign – PDF eyðublað (78 KB)

Til að opna skjalið þarf að hafa Adobe reader. Ef þú hefur hann ekki getur þú nálgast hann hérna.