Skilagreinar og greiðslur

Skilagreinar og greiðslur

Launagreiðendum er skylt að senda Festu skilagreinar um lífeyrisiðgjöld starfsmanna. Þá þarf launagreiðandi eða sjálfstæður atvinnurekandi að tilkynna ef honum ber ekki lengur að standa skil á lífeyrisiðgjaldi, þar sem starfsemi hefur verið hætt eða launþegi hefur látið af störfum.

Festa lífeyrissjóður innheimtir jafnframt félagsgjöld fyrir einstaka stéttarfélög sem aðild eiga að sjóðnum. 

Skilagreinar og greiðslur

Lífeyrissjóðsiðgjaldið

  • 4,0% er dregið af heildarlaunum launþegans.
  • 11,5 % er almennt mótframlag launagreiðandans. Mótframlagið ræðst þó af kjarasamningum í hverju tilfelli.
  • Ef launþegi hefur gert samning um viðbótalífeyrissparnað er dregið iðgjald skv. samningi af heildarlaunum sem er að jafnaði 2-4%, auk mótframlags launagreiðanda sem er 2%.
  • Launagreiðandi skal standa skil á iðgjaldi til VIRK starfsendurhæfingarsjóðs með sama hætti og gildir um lífeyrisiðgjöld og af sama stofni. Iðgjaldið er 0,1% af heildarlaunum.
     

Félagsgjöld til stéttarfélaga

  • Félagsgjald er dregið af launþeganum.
  • Sjúkrasjóðs- orlofssjóðs- og starfsmenntasjóðsgjald greiðir launagreiðandinn. 
  • Gjöld geta verið mismunandi milli stéttarfélaga. Sjá frekari upplýsingar hjá viðeigandi stéttarfélagi.
  • Félagsgjöld- upplýsingar um iðgjöld og félagsgjöld

Greiðsluupplýsingar vegna iðgjaldagreiðslna

Heiti sjóðs / kennitala: Festa lífeyrissjóður / kt.: 571171-0239
Banki: 0121 – 26 – 6666
Lífeyrisnúmer: 800
Lífeyrisnúmer séreignadeildar: 801

Gjalddagi: 10.dagur næsta mánaðar.
Eindagi: Síðasti virkur dagur þess mánaðar.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu sjóðsins í síma 420-2100 ef þörf er á nánari upplýsingum.

festa
festa
festa

+354 420 2100

festa

festa@festa.is

Krossmói 4a, 260 Reykjanesbær

Mán – fim: 09 – 16 og fös: 09 – 15

Kirkjubraut 40, 300 Akranes

Mán – fim: 09 – 16 og fös: 09 – 15

Austurvegur 56, 800 Selfoss

Mán – fim: 09 – 13 og fös: 09 – 12

Kennitala: 571171-0239

Sjóður 800 / Séreignasjóður 801

Krossmói 4a, 260 Reykjanesbær

Mán – fim: 09 – 16 og fös: 09 – 15

Kirkjubraut 40, 300 Akranes

Mán – fim: 09 – 16 og fös: 09 – 15

Austurvegur 56, 800 Selfoss

Mán – fim: 09 – 13 og fös: 09 – 12

Kennitala: 571171-0239

Sjóður 800 / Séreignasjóður 801

© 2025 Festa Lífeyrissjóður - Allur réttur áskilinn.

©2025 Festa Lífeyrissjóður

Allur réttur áskilinn.

festafesta