Fjármál

Starfsumhverfi lífeyrissjóða á Íslandi hefur á síðustu árum breyst gífurlega og á það við um almenna þjónustu við sjóðfélaga, atvinnurekendur og stéttarfélög, skýrslugerð til opinberra aðila, rafræn viðskipti, gerð fjárfestingastefna og almenna upplýsingagjöf.

Flóknara starfsumhverfi lífeyrissjóða kallar á fjölgun starfsmanna og meiri sérþekkingu. Með sameiningu Lsj. Suðurlands og Lsj. Vesturlands í Festu lífeyrissjóð er komið til móts við auknar kröfur eftirlitsaðila, aukið öryggi upplýsinga og aukin aðgreining starfa.

Með sameiningu næst fram hagræðing í rekstri og breiðari grunnur sjóðfélaga dregur úr tryggingafræðilegri áhættu. Hér á síðunni er hægt að nálgast nánari upplýsingar um fjármál sjóðsins.