
Fjármál
Festa lífeyrissjóður er langtímafjárfestir sem hefur það að höfuðmarkmiði að ná hámarks ávöxtun á fjárfestingar sínar en jafnframt að vera ábyrgur hluthafi og stuðla að framþróun starfshátta innan fyrirtækja og á hlutabréfamarkaði.
Upplýsingar um stöðu sjóðins, ávöxtun og starfsemi hans má finna í ársskýrslum sjóðsins sem gefnar eru út í aðdraganda ársfundar að vori.
Einnig má finna fjárfestingarstefnu sjóðsins sem lögð er fram og samþykkt af stjórn sjóðsins árlega fyrir allar deildir hans. Fjárfestingarstefnan er birt í heild sinni auk útdráttar fyrir allar deildir.
