Festa lífeyrissjóður varð til við sameiningu Lífeyrissjóðs Suðurlands og Lífeyrissjóðs Vesturlands árið 2006. Höfuðstöðvar sjóðsins eru í Reykjanesbæ en einnig eru skrifstofur sjóðsins á Selfossi og á Akranesi. Sameiginlegur sjóður á betri möguleika á að standa undir skuldbindingum sjóðanna til framtíðar og auk þess betur í stakk búinn til að veita þá þjónustu sem nú er krafist af lífeyrissjóðum.
Við sameininguna runnu saman tveir öflugir sjóðir með rúmlega 10 þúsund greiðandi sjóðfélaga og rúmlega 4 þúsund lífeyrisþega. Sjóðurinn rekur bæði aldurstengda samtryggingardeild og séreignadeild. Samtryggingardeildin er lögbundin. Fjármálaeftirlitið er eftirlitsaðili með starfsemi sjóðsins.