Þann 15. júlí 2018 tóku lög nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, gildi. Sjóðurinn hefur unnið að því að aðlaga starfsemi sína að lögunum t.d. með því að setja sérstaka stefnu um persónuvernd, skipa persónuverndarfulltrúa og aðlaga innra verklag að lögunum.
Persónuverndarstefna
Festa Lífeyrissjóður hefur sett sér sérstaka persónuverndarstefnu. Í stefnunni er fjallað um persónuupplýsingar, gagnavinnslu, upplýsingar til vinnsluaðila og annarra aðila, réttindi einstaklinga, geymslutíma upplýsinga, gagnaöryggi, fyrirspurnir og kvartanir.
Persónuverndarstefnu er að finna undir samþykktum sjóðsins.
Persónuverndarfulltrúi
Sjóðurinn hefur tilnefnt lögfræðing sjóðsins sem persónuverndarfulltrúa. Öllum fyrirspurnum varðandi persónuvernd skal beint til persónuverndarfulltrúa sjóðsins á netfangið personuvernd@festa.is
Samskiptaupplýsingar Festu lífeyrissjóðs:
kt. 571171-0239
Krossmóa 4a
260 Reykjanesbær